Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fimmtudagur 9. desember 1999 kl. 22:21

HRAÐBÚÐ ESSO Í VOGUM STÆKKAR

Hraðbúð Esso í Vogum er nú komin í nýtt og helmingi stærra húsnæði. Nýja verslunin opnaði laugardaginn 4. desember og Berglind Hallgrímsdóttir, stöðvarstjóri segir viðtökur hafa verið mjög góðar. Verslunin er bæði matvöruverslun, sjoppa og bensínstöð en hún er opin alla daga frá kl. 7.30-23.30 og frá kl. 10-23.30 á sunnudögum. Berglind Hallgrímsdóttir segir þessa stækkun vera lið í að bæta þjónustuna. „Við vorum í allt of litlu húsnæði en nú er aðstaðan fyrir starfsfólk og viðskiptavini orðin mjög góð. Olíufélagið lét gera könnun á meðal íbúa og í henni kom fram að meirihlutinn vildi hafa sjálfsafgreiðslu á bensíni. Brugðist var við þeirri ósk íbúa og nú er sjálfsafgreiðsla á bensíni í Vogunum. Fólk var hins vegar ánægt með opnunartímann og því er hann sá sami og áður“, segir Berglind. Hún segir að viðtökurnar hafi verið mjög góðar en síðan að Olíufélagið hóf rekstur í Vogum árið 1997 hefur söluaukningin verið stöðug á milli ára. Fimm starfsmenn vinna í Hraðbúðinni auk Berglindar, þ.e. Marteinn Ægisson, Ása Árnadóttir, Elsa Hannesdóttir, Guðný Leifsdóttir og Sigríður Hólmsteinsdóttir. „Við erum ekki búin að fjölga starfsfólki ennþá en það er í athugun“, segir Berglind.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024