Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Hótel Keflavík valið eitt af 10 bestu hótelum á Íslandi
Miðvikudagur 22. janúar 2014 kl. 16:12

Hótel Keflavík valið eitt af 10 bestu hótelum á Íslandi

Hótel Keflavík var í vikunni valið sem eitt af 10 bestu hótelum á Íslandi. Þetta er í fyrsta skipti sem hótel á Reykjanesi hlýtur þennan heiður. Hótelið var tilnefnt í flokknum Travelers Choice 2014 af Tripadvisor, sem er stærsta og virtasta ferðasíða í heimi. Hótel Keflavík er með þessu komið á lista yfir 10 bestu hótel landsins en þar á meðal eru einnig hótel eins og Hótel Borg, Hilton Nordica, 1919 Radisson, 101 Reykjavík og Hótel Rangá sem er eina hótelið á landsbyggðinni fyrir utan Hótel Keflavík sem kemst á listann að þessu sinni.

„Þetta er til marks um að allar endurbætur á Hótel Keflavík og þeirri góðu þjónusta sem í boði er. Það hefur skilað sér til gesta okkar og áfram á þennan virta vef. Þær breytingar sem við höfum gert utandyra, granítflísar og lýsing, eru auðvitað mest áberandi en auk þeirra erum við langt komin með að taka öll herbergi hótelsins í gegn að öllu leyti. Þá eru spjaldtölvur á nokkrum herbergjum og til stendur að hafa þær til takst á öllum herbergjum fljótlega. Ný heimasíða www.kef.is er mjög fljölbreytt með fallegum myndum en þar geta hótelgestir nú m.a. fengið veðurupplýsingar sem og brottfarir allra flugvéla á Keflavíkurflugvelli á rauntíma,“ segir Steinþór Jónsson hótelstjóri Hótel Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Steinþór telur að til þess að Reykjanesið komist í fremstu röð í ferðaþjónustunni á Íslandi sé mikilvægt að gisting og önnur þjónusta sé með því besta sem þekkist hér á landi og hefur Hótel Keflavík gert sitt til að það takmark náist að hans mati. „Fjölga þarf föstum ferðum um Reykjanesið og tengja bæjarfélög og áhugaverða staði betur saman. Mikilvægt er að fjölgun gististaða komi ekki niður á gæðum og tel ég mikilvægt að sú fjölgun í gistingu eigi sér ekki bara stað í ódýrari gistarýmum eins og raunin hefur verið undanfarið. Annað glæsilegt hótel við Bláa Lónið er t.d. jákvætt skref í þá átt.“

Steinþór segir að síðasta ár hafi án efa verið það besta frá upphafi hjá hótelinu og nýja árið byrjar betur en nokkru sinni fyrr. „Við hlökkum því til að takast á við framtíðina hér í Keflavík og vonum að jákvæð þróun í ferðaþjónustu haldi áfram um ókomin ár.“