HÓTEL KEFLAVÍK STÆKKAR ENN
Hótel Keflavík hefur keypt húsnæði þar sem Fasteignaþjónusta Suðurnesja en nýverið keypti hótelið húsnæðið þar sem Lögfræðstofa Suðurnesja var síðast til húsa. Það er annars vegar jarðhæð vestast í húsinu við Vatnsnesveg 14 í Keflavík og hins vegar hæðin fyrir ofan. Steinþór Jónsson, hótelstjóri sagði að í þessari viðbót væri hægt að útbúa 8 herbergi til viðbótar en nú standa yfir breytingar á efstu hæðinni sem hótelið keypti nýlega en þar verða önnur átta herbergi. Að þessum breytingum loknum verður hótelið með 76 herbergjum auk 7 herbergja í gistiheimili hinum megin við götuna.