Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Hótel Keflavík meðal þeirra bestu
Svona mun hótelið líta út eftir allar breytingar.
Föstudagur 31. maí 2013 kl. 08:16

Hótel Keflavík meðal þeirra bestu

Notendur Tripadvisor gefa hótelinu toppeinkunn

Samkvæmt vefsíðunni Tripadvisor hefur Hótel Keflavík hlotið viðurkenningu fyrir að vera meðal þeirra fyrirtækja sem sem hlotið hafa toppeiknunn frá gestum vefsíðunnar. Samkvæmt þessu er hótelið meðað þeirra 10% sem þykja hvað best á heimsvísu.

„Það eru okkur á Hótel Keflavík mikil gleðitíðindi að hótelið skuli vera valið í þennan gæðahóp hótela og þjónustuaðila sem aðeins tíu prósent af þeim allra bestu lenda í. Þetta er sértaklega áhugavert þegar haft er í huga að niðurstaðan byggir á síðustu 12 mánuðum en þá voru fæstar af þeim miklu breytingingum sem við erum nú að vinna í ekki orðnar að veruleika. Má þar nefna þau 30 herbergi og baðherbergi sem við höfum verið að taka alveg í gegn, nýtt útlit að utan, ásamt öðrum breytingum,“ segir Steinþór Jónsson eigandi Hótel Keflavík.

Steinþór þakkar árangurinn fyrst og fremst góðri þjónustu. „Þetta segir kannski mest um hve öflugt starfsfólk við höfum á Hótel Keflavík að góð þjónusta, frábær morgunverður og góður matur á Café Iðnó eru þau atriði sem gestir nefna helst þegar við fáum 5 stjörnu ummæli. Svona viðurkenning er gott klapp á bakið og erum við eigendur sem og starfsfólkið öll ákveðin í því að gera enn betur og tryggja þannig að elsta hótel svæðisins, verði okkur og bæjarfélaginu til mikils sóma.”

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024