Hótel Keflavík fær viðurkenningu Tripadvisor
Hótel Keflavík fékk í síðustu viku viðurkenningu frá Tripadvisor "Certificate of Exellence" fyrir árið 2012 og því greinilegt að ferðaþjónustufyrirtæki hér á Reykjanesi eru að veita gæðaþjónustu og bera sig saman við það besta sem í boði er hér á landi.
„Þetta er þriðja árið í röð sem við fáum þessa miklu viðurkenningu og ætlum okkur að halda því áfram. Hótelið er í stanslausum endurbótum bæði innan og utan dyra auk þess sem veitingastaðurinn Café Iðnó hefur skorað betur með hverju árinu hjá hótelgestum og þeim ferðaþjónustuaðilum sem halda skori gesta sinna til haga. Fyrr á árinu kláruðum við endurbætur á öllum baðherbergjum og tókum svítur og deluxe herbergi í gegn. Í vetur stendur til að flísaleggja hótelið og skipta út síðustu gluggunum en til að fá viðurkenningar eins og frá Tripadvisor verða endurbætur að vera miklar og þjónustan aðburðar góð,“ segir Steinþór Jónsson, hótelstjóri Hótel Keflavíkur í tilkynningu.