Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Hopp-vagnar hefja akstur með ferðamenn í Reykjavík
Föstudagur 6. maí 2005 kl. 15:20

Hopp-vagnar hefja akstur með ferðamenn í Reykjavík

Kynnisferðir og SBK (Sérleyfisbifreiðar Keflavíkur) hefja í byrjun maí nýja þjónustu á Íslandi fyrir ferðamenn í Reykjavík. Um er að ræða hringferð um höfuðborgina samkvæmt svokölluðu  “Hop On – Hop Off” fyrirkomulagi sem margir þekkja frá helstu stórborgum Evrópu.

Boðið verður upp á ferðir á klukkustundar fresti frá maí til september með viðkomu á tíu stöðum, alla daga frá 10:00 á morgnana fram til klukkan 17:00. 

Ferðirnar hefjast við Arnarhól og eru stoppistöðvar eftirfarandi:
Ægisgarður, Þjóðminjasafnið, BSÍ, Hótel Loftleiðir, Perlan, Kringlan, Suðurlandsbraut v/Hótel Nordica, Farfuglaheimilið Laugardal og Hallgrímskirkja.

Farþegar geta “hoppað úr” og “hoppað inn” á þessum stöðum,og dvalið eins lengi og þeir vilja og haldið svo hringferðinni áfram.

Keyptir hafa verið tveir tveggja hæða vagnar sem taka 80 manns í sæti og eru sérútbúnir og sérmerktir skv. einkaleyfi frá Citysightseeing Ltd. í Englandi.  Í vögnunum er leiðsögukerfi sem hefur til boða eftirfarandi 8 tungumál:  Íslanska, Enska, Danska, Franska, Þýska, Spænska, Ítalska og Japanska.

Verð er krónur 1.500 fyrir fullorðna og 750 krónur fyrir 12-15 ára.  Frítt fyrir yngri en 12 ára.
Sala í ferðirnar er hjá Kynnisferðum á BSÍ, Hótel Nordica, Hótel Loftleiðum og Hótel Sögu en einnig er hægt að kaupa farmiða í bílunum sjálfum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024