Laugardagur 10. desember 2011 kl. 13:57
Hlýlegar móttökur og dekur á aðventunni
Laugardaginn 10. desember verða hlýjar mótttökur í Blue Lagoon verslun á Laugavegi 15. Léttar handameðferðir verða í boði frá klukkan 12-16 ásamt almennri húðgreiningu og ráðgjöf.
Ilmandi kaffi frá Te og kaffi og heimabakaðar smákökur frá matreiðslumeisturum Bláa Lónsins í boði.