Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Hlutafé í gagnaverinu Verne aukið um 535 milljónir
Þriðjudagur 19. febrúar 2013 kl. 15:03

Hlutafé í gagnaverinu Verne aukið um 535 milljónir

Hlutafé í Verne Real Estate, sem er dótturfélag alþjóðlega gagnversins Verne Holding  gagnaverinu og er staðsett á Ásbrú í Reykjanesbæ, var aukið um 535 milljónir króna í janúar.  Félagið heldur utan um byggingar og tæknibúnað gagnaversins hér á landi. Hlutafé þess var aukið um 730 milljónir króna síðasta sumar. Morgunblaðið greinir frá þessu.

Um er að ræða erlenda fjárfestingu en verið er að greiða fyrir hlutafjáraukninguna með krónum sem fengust í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans, samkvæmt tilkynningu til Fyrirtækjaskrár. Það þýðir að um 20% afsláttur hefur fengist á krónukaupnum gegn því að fjárfesta hér á landi til lengri tíma í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri.

Verne keypti í febrúar 2008 tvær stórar vörugeymslur og undirritaði samning við KADECO í Reykjanesbæ um leigu á jörð þar sem áður var herstöð NATO með það fyrir aukum að reka þar alþjóðlegt gagnaver.

Verne Real Estate tapaði á árunum 2007-2010 um 20,2 milljónum dala samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Þar kemur fram að óhjákvæmilegt hefði verið að ráðsat í umfangsmikla uppbyggingu á alþjóðlegu gagnaveri án þess að tapa fjármunum á fyrstu árum fyrirtækisins.  Samkvæmt upplýsingum frá Credit Info á Novator 25% í fyrirtækinu en aðrir hluthafar eru flokkaðir sem óþekktir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024