Hlöllabátar opna veitingasal
Hlöllabátar, sem opnuðu í Keflavík í haust hafa nú opnað veitingasal í húsnæðinu við Hafnargötu 12 en hingað til hafa þeir eingöngu afgreitt í lúgu. Salurinn sem er smekklega innréttaður tekur um 30 manns í sæti.
Hlöllabátar er aldarfjórðungs gömul skyndibitakeðja og opnaði sl. haust eftir að hafa fest kaup á húsnæði sem áður hýsti m.a. bæjarskrifstofur Keflavíkur en síðast sjoppurnar Ný-ung og Bitann.
Nú geta viðskiptavinir sem sagt sest inn í glæsilegan veitingasal og notið veitinganna þar. Áfram verður einnig afgreitt í lúgu en opið er alla virka daga til miðnættis, til kl. 2 á föstudagskvöldum og til kl. 6 eftir miðnætti á laugardögum.
Forsvarsmenn Hlöllabáta eru mjög ánægðir með viðtökurnar sem þeir hafa fengið á Suðurnesjum og segjast vona að þessi þjónustuviðbót mælist vel fyrir.