Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Hlöllabátar opna í Keflavík
Föstudagur 21. október 2011 kl. 11:37

Hlöllabátar opna í Keflavík

Hlöllabátar, aldarfjórðungs gömul skyndibitakeðja í Reykjavík hefur fest kaup á húsnæði að Hafnargötu 12, sem áður hýsti m.a. Sérleyfisbifreiðar Keflavíkur, bæjarskrifstofu Keflavíkur en nú síðast sjoppuna Bitann. Hlöllabátar opna í dag, föstudag.

Að sögn forsvarsmanna Hlölla-báta hafa þeir í nokkurn tíma litið eftir réttu húsnæði í Reykjanesbæ. Þeir festu kaup á húsnæðinu við Hafnargötu í haust og en fyrir eru átta Hlöllastaðir í Reykjavík, Kópavogi, Akureyri og á Selfossi. Keflavíkurstaðurinn verður sá níundi í röðinni. Hlöllabátar eru þekktir fyrir báta sína en bjóða einnig heilsutengda rétti, salöt og fleira. Staðirnir eru alls staðar með nætursölu og þannig verður það einnig í Keflavík. Fyrst um sinn verður þó eingöngu selt í gegnum lúgu en síðar í haust verður hægt að setjast inn og snæða innandyra, í þeim hluta hússins þar sem áður var íssala hjá Bitanum.

„Við lítum björtum augum á framtíðina hér suður með sjó þó ástandið sé ekki upp á það besta nú um stundir,“ sagði Sigurður Garðarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024