Hjólhýsin vinsæl í ferðalagið
Gistiheimilið Njarðvík, sem staðsett er að Kirkjubraut 5 í Innri Njarðvík, hefur hafið útleigu á hjólhýsum. Hjólhýsin eru 56 manna og eru til í nokkrum útfærslum.
Þau Guðlaugur Guðjónsson og Elínrós Guðmundsdóttir byrjuðu með hjólhýsaleiguna í fyrra og viðbrögðin voru þannig að í vor var hjólhýsunum fjölgað. Helgarleiga á hjólhýsi er 35.000 krónur en vikuleigan er 55.000 krónur. Þeir sem vilja leigja sér hjólhýsi í ferðalag um Ísland geta haft samband í síma 421 6053 nú eða komið að Kirkjubraut 5 í Innri Njarðvík og fengið að skoða.
Mynd: Elínrós og Guðlaugur inni í einu hjólhýsinu sem þau leigja út til ferðalanga. VF-mynd: Hilmar Bragi
.