Hitaveitan leggur nýja 14 km. háspennulínu um Reykjanes
Hitaveita Suðurnesja hyggst leggja 14 km langa háspennulínu, frá Reykjanesi að aðveitustöð við Rauðamel. Matsskýrslan var auglýst þann 29. janúar en frestur til athugasemda er 12. mars 2003. Stefnt er að því að framkvæmdir við línuna geti hafist á árinu 2004 og að þeim verði lokið 2005. Þessar tímasetningar eru þó háðar hraða á virkjunarframkvæmdum og þróun orkumarkaðar. Línan verður fyrsta skrefið í uppbyggingu 220 kV flutningskerfis á Suðurnesjum.Hitaveita Suðurnesja hyggst leggja nýja 14 km langa háspennulínu, Reykjanes-Svartsengi, frá tengivirki við fyrirhugað varmaorkuver á Reykjanesi að nýrri aðveitustöð við háspennulínuna Svartsengi-Fitjar, um 5 km norðan við Svartsengi. Málspenna línunnar verður 220 kV, en hún verður í fyrstu rekin á 132 kV spennu. Stefnt er að því að framkvæmdir við línuna geti hafist á árinu 2004 og að þeim verði lokið 2005. Þessar tímasetningar eru þó háðar hraða á virkjunarframkvæmdum og þróun orkumarkaðar. Línan verður fyrsta skrefið í uppbyggingu 220 kV flutningskerfis á Suðurnesjum.
Hitaveita Suðurnesja á og rekur 132 kV háspennulínu, Svartsengi-Fitjar, frá varmaorkuverinu
í Svartsengi að aðveitustöð á Fitjum við Njarðvík og 132 kV háspennulínu, Suðurnesjalínu,
frá aðveitustöðinni í Hamranesi við Hafnarfjörð að Fitjum. Gert er ráð fyrir því að í
framtíðinni verði byggð 220 kV háspennulína frá nýju aðveitustöðinni við línuna Svartsengi-Fitjar til Hamraness sunnan Hafnarfjarðar, hugsanlega með viðkomu í væntanlegu
varmaorkuveri í Trölladyngju. Þessi lína mun fara í sjálfstætt mat á umhverfisáhrifum, þegar
að undirbúningi hennar kemur.
Samkvæmt tölulið 22 í 1. viðauka laga nr.106/2000, um mat á umhverfisáhrifum, sem tóku
gildi 6. júní 2000, eru háspennulínur matsskyldar ef þær hafa 66 kV spennu eða hærri.
Háspennulínan Reykjanes-Svartsengi er því matsskyld framkvæmd. Í samræmi við ofangreind lög, og reglugerð nr.671/2000 um mat á umhverfisáhrifum, lagði Hitaveita Suðurnesja fram tillögu að matsáætlun 13. maí 2002, og var hún samþykkt af Skipulagsstofnun 13. júní 2002, með nokkrum athugasemdum.
Áhrifasvæði framkvæmdarinnar þar sem truflun verður á framkvæmdatíma og hugsanlega
rask vegna framkvæmdanna er bundið við tiltölulega mjótt belti frá tengivirki við væntanlegt
varmaorkuver á Reykjanesi að nýrri aðveitustöð Hitaveitu Suðurnesja við línuna Svartsengi-Fitjar.
Sjónræn áhrif af mannvirkjunum ná til talsvert stærra svæðis. Fyrirhugað línustæði
aðalvalkosts Hitaveitunnar liggur að mestu samsíða sveitarfélagamörkum Grindavíkur og
Reykjanesbæjar, en er Grindavíkurmegin. Syðsti hluti línunnar á Reykjanesi liggur um
iðnaðarlóð sem er á mörkum sveitarfélaganna þar sem þau sameinast um deiliskipulag.
Línan liggur því um áhrifasvæði Grindavíkur og Reykjanesbæjar.
Framkvæmdin er háð eftirfarandi leyfum:
Sveitarstjórnir: Gert er ráð fyrir að sveitarstjórnir veiti framkvæmdaleyfi á grundvelli staðfests
skipulags og niðurstöðu mats á umhverfisáhrifum.
Náttúruvernd ríkisins: Tilkynna þarf framkvæmd til Náttúruverndar ríkisins og leita umsagnar
þar sem framkvæmdin snertir svæði á náttúruminjaskrá. Náttúruvernd ríkisins hefur eftirlit
með efnistöku og gefur umsögn um námur, séu þær ekki á skipulagsuppdráttum.
Heilbrigðiseftirlit eða heilbrigðisnefndir: Sækja þarf um starfsleyfi til viðkomandi
heilbrigðiseftirlita vegna nokkurra þátta framkvæmdarinnar, svo sem vinnubúða,
efnistökustaða o.fl.
Fornleifavernd ríkisins: Ef raska þarf fornminjum þarf leyfi Fornleifaverndar ríkisins.
Hitaveita Suðurnesja á og rekur 132 kV háspennulínu, Svartsengi-Fitjar, frá varmaorkuverinu
í Svartsengi að aðveitustöð á Fitjum við Njarðvík og 132 kV háspennulínu, Suðurnesjalínu,
frá aðveitustöðinni í Hamranesi við Hafnarfjörð að Fitjum. Gert er ráð fyrir því að í
framtíðinni verði byggð 220 kV háspennulína frá nýju aðveitustöðinni við línuna Svartsengi-Fitjar til Hamraness sunnan Hafnarfjarðar, hugsanlega með viðkomu í væntanlegu
varmaorkuveri í Trölladyngju. Þessi lína mun fara í sjálfstætt mat á umhverfisáhrifum, þegar
að undirbúningi hennar kemur.
Samkvæmt tölulið 22 í 1. viðauka laga nr.106/2000, um mat á umhverfisáhrifum, sem tóku
gildi 6. júní 2000, eru háspennulínur matsskyldar ef þær hafa 66 kV spennu eða hærri.
Háspennulínan Reykjanes-Svartsengi er því matsskyld framkvæmd. Í samræmi við ofangreind lög, og reglugerð nr.671/2000 um mat á umhverfisáhrifum, lagði Hitaveita Suðurnesja fram tillögu að matsáætlun 13. maí 2002, og var hún samþykkt af Skipulagsstofnun 13. júní 2002, með nokkrum athugasemdum.
Áhrifasvæði framkvæmdarinnar þar sem truflun verður á framkvæmdatíma og hugsanlega
rask vegna framkvæmdanna er bundið við tiltölulega mjótt belti frá tengivirki við væntanlegt
varmaorkuver á Reykjanesi að nýrri aðveitustöð Hitaveitu Suðurnesja við línuna Svartsengi-Fitjar.
Sjónræn áhrif af mannvirkjunum ná til talsvert stærra svæðis. Fyrirhugað línustæði
aðalvalkosts Hitaveitunnar liggur að mestu samsíða sveitarfélagamörkum Grindavíkur og
Reykjanesbæjar, en er Grindavíkurmegin. Syðsti hluti línunnar á Reykjanesi liggur um
iðnaðarlóð sem er á mörkum sveitarfélaganna þar sem þau sameinast um deiliskipulag.
Línan liggur því um áhrifasvæði Grindavíkur og Reykjanesbæjar.
Framkvæmdin er háð eftirfarandi leyfum:
Sveitarstjórnir: Gert er ráð fyrir að sveitarstjórnir veiti framkvæmdaleyfi á grundvelli staðfests
skipulags og niðurstöðu mats á umhverfisáhrifum.
Náttúruvernd ríkisins: Tilkynna þarf framkvæmd til Náttúruverndar ríkisins og leita umsagnar
þar sem framkvæmdin snertir svæði á náttúruminjaskrá. Náttúruvernd ríkisins hefur eftirlit
með efnistöku og gefur umsögn um námur, séu þær ekki á skipulagsuppdráttum.
Heilbrigðiseftirlit eða heilbrigðisnefndir: Sækja þarf um starfsleyfi til viðkomandi
heilbrigðiseftirlita vegna nokkurra þátta framkvæmdarinnar, svo sem vinnubúða,
efnistökustaða o.fl.
Fornleifavernd ríkisins: Ef raska þarf fornminjum þarf leyfi Fornleifaverndar ríkisins.