Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Miðvikudagur 27. mars 2002 kl. 01:05

Hitaveita Suðurnesja og Síminn undirrita samstarfssamning

Hitaveita Suðurnesja og Síminn gerðu með sér samstarfssamning þann 26. mars s.l. og felur samningurinn í sér að Hitaveitan verður með síma viðskipti sín við Símann. Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitunnar og Guðmundur Björnsson, innkaupastjóri Hitaveitunnar undirrituðu samninginn, en fyrir hönd Símans undirrituðu samninginn Stefán Þór Sigurðsson, þjónustustjóri Símans á Reykjanesi og Jón Halldór Eðvaldsson, viðskiptastjóri Símans.Það er Símanum ánægjuefni þegar stór fyrirtæki velja hann sem samstarfsaðila og telja hag sínum best borgið með viðskiptum við Símann, ekki síst þegar um er að ræða framsækið fyrirtæki eins og Hitaveita Suðurnesja er, segir í frétt frá Landssímanum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024