Himintunglin í aðalhlutverki
Himintunglin hafa verið í aðalhlutverki síðustu daga. Veðurblíðan hefur leikið við okkur hér á Suðurnesjum.Ljósmyndarar fara gjarnan á kreik í góða veðrinu þegar sólin er lágt á lofti og frostið tekur á sig ýmsar myndir. Meðfylgjandi myndir tóku þeir Páll Ketilsson við Njarðvíkurhöfn og Hilmar Bragi við Leifsstöð. Sólin var hugleikin Páli en Hilmar eltist við tunglið undir regnboga við Leifsstöð.






