Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Viðskipti

Helmingur ferðanna til Bretlands og Bandaríkjanna
Frá opnun flugleiðarinnar til Edmonton í mars. VF-mynd: Páll Ketilsson
Fimmtudagur 3. apríl 2014 kl. 09:31

Helmingur ferðanna til Bretlands og Bandaríkjanna

Það var flogið beint til 26 borga í 13 löndum í mars. Þar af bættist ein kanadísk við. Hér þær tíu borgir sem oftast var farið til samkvæmt samantekt Túrista.is.

Í byrjun mars fór Icelandair jómfrúarflug sitt til Edmonton í Alberta fylki í Kanada. Borgin er ein af þeim fjórum sem bætast við leiðakerfi Keflavíkurflugvallar í sumar. Í dag hefst svo flug Easy Jet til Basel í Sviss og í maí fer Icelandair sínar fyrstu ferðir til Vancouver í Kanada og Genfar í Sviss.
Fjórðungi fleiri ferðir

Það voru farnar 767 áætlunarferðir í mars, samkvæmt talningu Túrista, og í 52 prósent tilvika var ferðinni heitið til Bretlands eða Bandaríkjanna. Flogið var til fimm breskra borga og sex bandarískra en í heildina var boðið upp á áætlunarferðir 26 áfangastaða í N-Ameríku og Evrópu frá Keflavíkurflugvelli. Brottfarir voru um fjórðungi fleiri í mars en í febrúar.
New York ofar á lista

London er langvinsælasti erlendi áfangastaðurinn fyrir flugfarþega hér á landi. Nærri fjórða hver vél sem hefur sig til flugs frá Keflavík tekur stefnuna á höfuðborg Bretlands eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan. Kaupmannahöfn og Osló eru í næstu sætum yfir þá áfangastaði sem oftast var flogið til. New York er því fjórða sæti en var í því sjötta í síðasta mánuði.

Vægi áfangastaðanna í brottförum talið í mars:
1. London: 22,4%
2. Kaupmannahöfn: 11,7%
3. Osló 9,3%
4. New York 6,5%
5. París: 5,2%
6. Stokkhólmur: 4,7%
7. Manchester: 4,2%
8. Boston: 4,0%
9. Amsterdam: 3,9%
10. Seattle: 3,9%

Public deli
Public deli