Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Helgi skoðar byggingalóð fyrir KFC
Fimmtudagur 22. janúar 2004 kl. 14:42

Helgi skoðar byggingalóð fyrir KFC

Helgi Vilhjálmsson, athafnamaður oft kenndur við Góu, er í Reykjanesbæ þessa stundina að skoða framtíðarbyggingaland fyrir nýjasta KFC kjúklingastaðinn. Lóðin er á gömlu bæjarmörkum Keflavíkur og Njarðvíkur gegnt bílastæðinu við Samkaup. Stórvirkar vinnuvélar eru þegar byrjaðar að vinna á svæðinu, en að sögn Helga eru þær ekki á hans vegum.
„Ég bíð ennþá eftir endanlegu grænu ljósi á að ég fái að byggja á þessari lóð. Ég vonast eftir að fá svarið á næstu dögum og vonandi verður hægt að steypa sökkul í næsta mánuði,“ sagði Helgi Vilhjálmsson í samtali við Víkurfréttir þar sem hann gekk um lóðina nú eftir hádegið. Helgi vonaðist til að nýi veitingastaðurinn yrði tilbúinn í sumar. „Eru iðnaðarmenn á Suðurnesjum ekki röskir“, sagði hann og brosti og bætti við að honum litist vel á það að vera að koma með starfsemi til Reykjanesbæjar. „Hér er svo kraftmikið fólk“.
Veitingastaður KFC í Reykjanesbæ verður flaggskip kjúklingastaða Helga, um 50 metra langt hús með ævintýralandi fyrir börn og fl.

Myndin: Helgi Vilhjálmsson athafnamaður í Góu og KFC á þeim stað þar sem nýr veitingastaður KFC mun væntanlega rísa á næstu mánuðum.
VF-ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024