HEKLA OG BÍLANES Á FITJARNAR
Bílasölubransinn er að teygja út anga sína hér í bæ sem annarsstaðar en eftir að Toyota-salurinn byggði stórt og fallegt húsnæði út á Fitjum um árið, hafa hin umboðin og tekið á sig rögg og ætla að stækka við húsnæðið. Innan skamms opnar Bílasala Keflavíkur nýtt húsnæði í Bolafæti og fyrir skömmu fengu Hekla hf og Randver Ragnarsson úthlutað lóðunum að Njarðarbraut 11 og 13 til byggingar bílasölu.