Heitavatnsnotkun minni í október vegna hlýinda
Framleiðsla heitavatns í októbermánuði hjá Hitaveitu Suðurnesja var um 721 þúsund rúmmetrar, en var í fyrra 726 þúsund rúmmetrar. Þessa minnkun milli ára í október má skýra með hlýindum í mánuðinum, en hiti var þá 2°C yfir meðallagi.Heildarframleiðsla það sem af er árinu er nú um 6,987 milljónir rúmmetrar, en var á sama tíma í fyrra um 6,228 milljónir rúmmetrar.