Fimmtudagur 13. október 2005 kl. 13:24
Haustdagar hefjast í dag
Haustdagar 2005 hefjast í dag en þeir munu standa fram á mánudag. Fjöldinn allur af verslunum og öðrum fyrirtækjum býður upp á glæsileg tilboð á Haustdögum. Í Víkurfréttum í dag er að finna auglýsingar frá þessum aðilum en samtökin Betri bær og Víkurfréttir standa saman að Haustdögum.