Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Hátæknismíði fyrir fiskvinnslur
Fimmtudagur 25. apríl 2013 kl. 13:14

Hátæknismíði fyrir fiskvinnslur

Málmey er fyrirtæki sem sérhæfir sig í smíði á vélum og búnaði fyrir fiskvinnslur auk margskonar annarra verkefna. Fyrirtækið settist að með smíðaverkstæði sitt við Ferjutröð 1 á Ásbrú á síðasta ári en hjá fyrirtækinu í Reykjanesbæ starfa tugur starfsmanna með langa og víðtæka reynslu.

Málmey ehf. var stofnuð af Gylfa Þór Guðlaugssyni sem hefur starfað við smíðar og hönnun í yfir 20 ár.

Öll hönnun á framleiðsluvörum fer fram í Autocad og Autodesk Inventor sem skapar mikla nákvæmni í hönnunar- og smíðaferlinu þar sem Málmey er að bjóða upp á margs konar heildarlausnir.



„Við höfum yfir reynslumiklu og hæfu starfsfólki að ráða þegar kemur að allri hönnun og smíði og einnig er verkstæði okkar búið fullkomnum vélum og verkfærum sem gerir okkur kleift að takast á við flest öll verkefni. Við höfum unnið verkefni innan hönnunar og smíði fyrir fyrirtæki eins og Marel, Samherja, Nesfisk, Haustak, Katla Seafood og fleiri fyrirtæki innan sjávarútvegsins,“ segir Gylfi Þór Guðlaugsson í samtali við blaðið.

Gylfi sagðist ánægður með þá ákvörðun að setjast að með fyrirtækið á Ásbrú. Þar er Málmey nú í 1800 fermetra smiðju en var áður í 700 fermetrum í Hafnarfirði. Stórir viðskiptavinir fyrirtækisins eru á Suðurnesjum en undanfarið hefur Málmey smíðað mikið af búnaði fyrir skreiðarvinnslu. Þá sér fyrirtækið möguleika tengdum auknum uppgangi í sjávarútvegi og fiskvinnslu á svæðinu og eins þegar hjólin fara að snúast í t.a.m. Helguvík.



Starfsmenn í smiðjunni hjá Málmey. Á efri myndinni er Gylfi Þór Guðlaugsson. VF-myndir: Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024