Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Hársel opnar í Grindavík: Dekur fyrir herra
Þriðjudagur 6. júní 2006 kl. 13:40

Hársel opnar í Grindavík: Dekur fyrir herra

Nýlega opnaði Eyjólfur Magnússon hársnyrtimeistari hársnyrtistofuna Hársel að Hafnargötu 11 í Grindavík.  Eyjólfur ætlar að hafa Hársel opið frá kl. 9 00 til 18 00 og verður hægt að ganga inn og fá sér klippingu án þess að eiga pantaðan tíma eins og tíðkast á flestum stofum.  Þá mun Eyjólfur bjóða sérstaklega upp á ekta rakstur og dekur fyrir herra.

„Dagana 7.-10. júní verðum við með sértilboð á dekri fyrir herra þar sem boðið er upp á heitt andlitsbað og rakstur, andlitsnudd og góðan rakspíra.  Gillette verður með kynningu á vörum fyrir herra svo að það er kjörið fyrir unga sem aldna herra að koma við og kynna sér það sem við bjóðum upp á.  Auðvitað erum við svo með alla almenna þjónustu eins og litun og permanent.  Þá hefur Gerður Björg Jónasdóttir (Gebba) nemi hafið störf á hjá mér og munum við saman veita fyrsta flokks þjónustu og skjóta og góða afgeiðslu,” sagði Eyjólfur þegar Víkurfréttir litu við á dögunum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024