Hárportið fær liðsauka
Hárgreiðslustofan Hárportið, Grófinni í Keflavík hefur fengið góðan liðsauka. Það er Hildur Sigrún Jóhannsdóttir sem lauk námi í í háriðn frá Tækniskólanum sl. vor, þá aðeins 18 ára gömul.
Hildur Sigrún lauk síðan sveinsprófi í september. Þetta tókst henni með góðri skipulagningu fyrst og fremst.
Á námstímanum starfaði hún í Kompaníið Hárstúdió í Turninum í Kópavogi en ákvað að færa sig hingað suðureftir þegar tækifæri bauðst.
Hún er frá Keflavík, gekk í Holtaskóla og tók fyrsta árið í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Hildur Sigrún hefur góða reynslu af hverskonar verkefnum í háriðn en sérhæfir sig í herra- og dömuklippingum, strípum og litatækni. Hún vinnur með vörur og liti frá Davines sem framleiðir vörur í hæsta gæðaflokki og í fullkominni sátt við náttúruna. Sjálfbær fegurð. Öll starfsemi Davines er kolefnisjöfnuð.
Þeir sem vilja panta tíma hjá henni er bent að gera það í noona.is eða senda henni skilaboð í gegnum samfélagsmiðla (Facebook og Instagram). Síminn í Hárportinu er 774 4644, segir í tilkynningu.