Hárgreiðslustofan Okkar í nýtt húsnæði
Hárgreiðslustofan Okkar hefur fært sig um set, frá Hafnargötu í bakhús við Skólaveg 16. Kolbrún Valdimarsdóttir er eigandi hárgreiðslustofunnar en hún keypti hlut af samstarfskonu sinni og er nú eini eigandinn.
„Við fengum tilboð sem við gátum ekki hafnað og ég var nýbúin að kaupa hús sem hentar mjög vel undir svona starfssemi“, segir Kolla um tildrög flutninganna. Hárgreiðslustofan Okkar hefur verið starfrækt í 5 ár á Hafnargötunni en Kolla keypti hlut samstarfskonu sinnar þegar stofan var flutt. „Það er mikill munur að vera kominn hingað, hér erum við nóg af bílastæðum sem er svolítið annað en á Hafnargötunni.“ Hárgreiðslustofan er opin alla virka daga frá kl. 10-18 nema á fimmtudögum þá er opnið frá kl. 13-20. Á næstunni mun margvíslega þjónusta bætast við, á mánudögum verður Reynir Katrínar með spáhorn þar sem viðskiptavinum gefst kostur á að láta spá fyrir sér með Valva Yantra spilum. Seinna geta viðskiptavinir pantað sér höfuð-, háls- og herðanudd. „Við erum mjög ánægðar með viðbrögð viðskiptavina og móttökurnar sem við höfum fengið frá fólk í götunni“, segir Kolla sem jafnramt vill koma á framfægi þakklæti til Ölmu sem rak stofuna með henni um árabil.
Hártískan í haust er margvísleg, tættir endar, gróft permanent í endum og allir litir. „Annars fer það mikið eftir týpunni“, segir Kolla en bætir við að engin ákveðin sídd sé í gangi í tískunni. „Það er helst að millisítt sé að koma inn núna.“ Tímapantanir hjá Hárgreiðslustofunni Okkar eru í síma: 421-5342.
„Við fengum tilboð sem við gátum ekki hafnað og ég var nýbúin að kaupa hús sem hentar mjög vel undir svona starfssemi“, segir Kolla um tildrög flutninganna. Hárgreiðslustofan Okkar hefur verið starfrækt í 5 ár á Hafnargötunni en Kolla keypti hlut samstarfskonu sinnar þegar stofan var flutt. „Það er mikill munur að vera kominn hingað, hér erum við nóg af bílastæðum sem er svolítið annað en á Hafnargötunni.“ Hárgreiðslustofan er opin alla virka daga frá kl. 10-18 nema á fimmtudögum þá er opnið frá kl. 13-20. Á næstunni mun margvíslega þjónusta bætast við, á mánudögum verður Reynir Katrínar með spáhorn þar sem viðskiptavinum gefst kostur á að láta spá fyrir sér með Valva Yantra spilum. Seinna geta viðskiptavinir pantað sér höfuð-, háls- og herðanudd. „Við erum mjög ánægðar með viðbrögð viðskiptavina og móttökurnar sem við höfum fengið frá fólk í götunni“, segir Kolla sem jafnramt vill koma á framfægi þakklæti til Ölmu sem rak stofuna með henni um árabil.
Hártískan í haust er margvísleg, tættir endar, gróft permanent í endum og allir litir. „Annars fer það mikið eftir týpunni“, segir Kolla en bætir við að engin ákveðin sídd sé í gangi í tískunni. „Það er helst að millisítt sé að koma inn núna.“ Tímapantanir hjá Hárgreiðslustofunni Okkar eru í síma: 421-5342.