Hannar sófa og bólstrar
Fyrirtækið Innbú við Smiðjuvelli 6 í Keflavík hefur verið starfandi síðan 1980 en Gunnlaugur Hilmarsson er eigandi þess. Gunnlaugur er meistari í húsgagnabólstrun og hefur langa reynslu af hönnun.„Ég hef lengst af verið með bólstrun og viðgerðir á húsgögnum en síðustu ár hef ég snúið mér meira að hönnun og framleiðslu á skrifstofustólum og núna að hornsófum, sem ég get framleitt eftir máli og efnisvali kaupanda. Ég flyt inn öll efni til framleiðslunnar sjálfur. Viðskiptavinir mínir geta valið um margar gerðir af áklæði og ákveðið lengd sófanna“, segir Gunnlaugur. Að sögn Gunnlaugs eru Microsan efnin vinsæl um þessar mundir en það eru teflonvarin efni sem auðvelt er að þrífa og sérstaklega þægileg viðkomu. Hann er einnig með gott úrval af amerískum gæðaáklæðum, þar sem hægt er að velja liti og mynstur eftir þúsundum áklæðisprufa.Gunnlaugur er að breyta verkstæðinu í húsgagnaverslun og hefur hafið sölu á borðstofuhúsgögnum og ýmsu fleiru. „Húsgagnaúrvalið mun aukast en ég tek einnig að mér að bólstra fyrir einstaklinga og fyrirtæki.“Celsíus yfirdýnur og koddar hafa notið mikilla vinsælda en Gunnlaugur er nýbúinn að fá nýja sendingu því varan var uppseld. „Ég er með mjög gott verð, en koddinn kostar aðeins 3390 krónur. Koddarnir eru úr svokölluðu NASA-efni sem geimferðastofnun Bandaríkjanna hannaði og hefur reynst mjög vel. Einnig hef ég hafið innflutning á leðurhreinsivörum og áburði fyrir leðurhúsgögn, fullorðins- og barna flísteppum, rúmfötum, eggjabakkadýnum, boxrúmum, rúmteppum, svampdýnum og fleiru“, segir Gunnlaugur.