Hallarbylting í Hitaveitunni
Á fyrsta stjórnarfundi Hitaveitu Suðurnesja hf. sem haldinn var eftir aðalfund fyrirtækisins var Björn Herbert Guðbjörnsson óvænt kosinn stjórnarformaður fyrirtækisins í stað Ellerts Eiríkssonar fyrrverandi bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Á aðalfundinum sem haldinn var í Eldborg var samþykkt tillaga um að stjórnarmönnum yrði fækkað úr tólf í sjö, en kynnt var samkomulag fulltrúa eigenda um skipan nýrrar stjórnar. Ellert Eiríksson fráfarandi stjórnarformaður sagði í samtali við Víkurfréttir að samkomulagið hafi byggst á því að sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ gæfu eftir varamann til þess að öll sveitarfélögin fengju mann í stjórn eða varastjórn og segir Ellert að samkomulagið hafi verið unnið í nánu samstarfi við Lúðvík Geirsson bæjarstjóra í Hafnarfirði. Ellert sagði að í samkomulaginu hafi einnig verið kveðið á um verkaskiptingu stjórnar þar sem gert var ráð fyrir Ellerti sem stjórnarformanni, Gunnari Svavarssyni úr Hafnarfirði sem varaformanni og Óskari Þórmundssyni frá ríkinu sem ritara.
Ellert bar tillöguna fram á stjórnarfundinum en Lúðvík Bergvinsson úr Vestmannaeyjum kom fram með aðra tillögu þar sem lagt var til að Björn Herbert Guðbjörnsson yrði formaður, Gunnar Svavarsson varaformaður og Lúðvík Bergvinsson ritari. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur. Fulltrúar Reykjanesbæjar í stjórn eru Ellert Eiríksson, Árni Sigfússon og Björn Herbert Guðbjörnsson.
Ellert segir að það samkomulag um verkaskiptingu stjórnar sem sátt hafi náðst um hafi verið brotið. „Þetta lyktar náttúrulega allt af pólitík. En á fundinum í Hafnarfirði óskaði Gunnar Svavarsson eftir fundarhléi þar sem hann tilkynnti mér að Lúðvík Geirsson hafi gert sér grein fyrir samkomulaginu, en þrátt fyrir það ætlaði hann að styðja tillögu Lúðvíks Bergvinssonar. Ég hef staðið í kosningum lengi og ég læt þetta ekki á mig fá. En samkomulag var brotið og það getur haft eftirmála,“ sagði Ellert í samtali við Víkurfréttir en vildi ekki nefna frekar hverjir þeir eftirmálar yrðu.
Björn Herbert Guðbjörnsson nýkjörinn formaður stjórnar Hitaveitu Suðurnesja hf. sagði í samtali við Víkurfréttir að hann kannist ekki við að neitt samkomulag hafi verið gert við sig varðandi verkaskiptingu stjórnar. „Það getur vel verið að Ellert hafi gert eitthvað samkomulag, en það var ekkert rætt við mig. Ég var aldrei beðinn um að veita einum né neinum stuðning.“ Björn segir að hann beri fyllsta traust til Ellerts Eiríkssonar. „Ég taldi mikilvægt að fulltrúi Reykjanesbæjar yrði formaður stjórnar og það var meirihluti fyrir því að ég yrði formaður. Við vonum að stjórnin verði skilvirkari eftir að stjórnarmönnum hefur verið fækkað og veiti forstjórum og starfsmönnum meiri stuðning.“
VF-ljósmynd: Ellert Eiríksson kynnir skýrslu stjórnar á aðalfundi Hitaveitu Suðurnesja sl. föstudag.
Ellert bar tillöguna fram á stjórnarfundinum en Lúðvík Bergvinsson úr Vestmannaeyjum kom fram með aðra tillögu þar sem lagt var til að Björn Herbert Guðbjörnsson yrði formaður, Gunnar Svavarsson varaformaður og Lúðvík Bergvinsson ritari. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur. Fulltrúar Reykjanesbæjar í stjórn eru Ellert Eiríksson, Árni Sigfússon og Björn Herbert Guðbjörnsson.
Ellert segir að það samkomulag um verkaskiptingu stjórnar sem sátt hafi náðst um hafi verið brotið. „Þetta lyktar náttúrulega allt af pólitík. En á fundinum í Hafnarfirði óskaði Gunnar Svavarsson eftir fundarhléi þar sem hann tilkynnti mér að Lúðvík Geirsson hafi gert sér grein fyrir samkomulaginu, en þrátt fyrir það ætlaði hann að styðja tillögu Lúðvíks Bergvinssonar. Ég hef staðið í kosningum lengi og ég læt þetta ekki á mig fá. En samkomulag var brotið og það getur haft eftirmála,“ sagði Ellert í samtali við Víkurfréttir en vildi ekki nefna frekar hverjir þeir eftirmálar yrðu.
Björn Herbert Guðbjörnsson nýkjörinn formaður stjórnar Hitaveitu Suðurnesja hf. sagði í samtali við Víkurfréttir að hann kannist ekki við að neitt samkomulag hafi verið gert við sig varðandi verkaskiptingu stjórnar. „Það getur vel verið að Ellert hafi gert eitthvað samkomulag, en það var ekkert rætt við mig. Ég var aldrei beðinn um að veita einum né neinum stuðning.“ Björn segir að hann beri fyllsta traust til Ellerts Eiríkssonar. „Ég taldi mikilvægt að fulltrúi Reykjanesbæjar yrði formaður stjórnar og það var meirihluti fyrir því að ég yrði formaður. Við vonum að stjórnin verði skilvirkari eftir að stjórnarmönnum hefur verið fækkað og veiti forstjórum og starfsmönnum meiri stuðning.“
VF-ljósmynd: Ellert Eiríksson kynnir skýrslu stjórnar á aðalfundi Hitaveitu Suðurnesja sl. föstudag.