Hagnaður SPKEF eykst milli ára
Hagnaður Sparisjóðsins í Keflavík fyrir árið 2002 nam 140,7 m.kr. króna fyrir skatta samanborið við 130,6 m. kr. árið áður sem er um 8% aukning á milli ára. Hagnaður eftir skatta nam 117,6 m. kr. samanborið við 170,2 m. kr. árið áður. Arðsemi eigin fjár var 6,75%.Í rekstraráætlun fyrir árið 2003 er gert ráð fyrir sambærilegri rekstrarafkomu. Vaxtatekjur Sparisjóðsins námu á árinu 1.794 m.kr. og vaxtagjöld 1.040 m.kr. Hreinar vaxtatekjur námu því 754,4 m.kr. samanborið við 602,3 m.kr. árið 2001. Vaxtamunur, þ.e. hreinar vaxtatekjur í hlutfalli af meðalstöðu fjármagns var 4,04%. Aðrar rekstrartekjur voru 277,7 m.kr. á árinu.Rekstrarkostnaður nam alls 752,5 m.kr. og jókst um 18% frá fyrra ári. Beinn launakostnaður jókst um 12% en laun og launatengd gjöld jukust um 24%. Annar almennur rekstrarkostnaður jókst um 12%. Rekstrarkostnaður sem hlutfall af niðurstöðu efnahagsreiknings var 3,97% en var 3,76% árið áður. Kostnaðarhlutfall árið 2002 var 73% á móti 68,7 árið áður.Framlag í afskriftareikning útlána var 138,8 m.kr. árið 2002 en var 159,9 m.kr. árið áður. Sem hlutfall af niðurstöðu efnahagsreiknings var framlagið 0,73% en var 0,94% árið áður.Heildarinnlán í Sparisjóðnum í árslok 2002 ásamt lántöku námu um síðustu áramót 14.358 m.kr. og er aukningin því 20,4%. Útlán Sparisjóðsins ásamt markaðsskuldabréfum námu 15.600 m.kr. í árslok 2002 og höfðu aukist um 1.094 m.kr. eða um 7,5%.Í árslok var niðurstöðutala efnahagsreiknings 18.910 m.kr. og hafði hún hækkað á árinu um 1.972 m.kr. eða 12%. Eigið fé Sparisjóðsins í árslok nam 1.813 m.kr. og hefur eigið fé aukist um 71,4 m.kr. eða 4,5%. Eiginfjárhlutfall Sparisjóðsins samkvæmt CAD-reglum er 10,54% en var 11,35% árið áður.Í lok árs var stofnfé 600 m.kr. króna að nafnvirði og voru stofnfjáraðilar 555 talsins.Við gerð þessa ársreiknings er í meginatriðum fylgt sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður að öðru leyti en því að verðleiðréttingu reikningsskilanna hefur verið hætt.Sparisjóðurinn í Keflavík er alhliða fjármálafyrirtæki sem hefur starfað í 95 ár.
Sparisjóðurinn var stofnaður 1907 og byggir á traustum grunni. Sparisjóðurinn rekur fimm afgreiðslur sem starfræktar eru í Keflavík, Njarðvík, Garði, Grindavík og Vogum en höfuðstöðvar Sparisjóðsins eru í Keflavík. Starfssemi Sparisjóðsins er fjölbreytt og hann býður uppá mismunandi vörur og þjónustu sem henta breiðum hópi viðskiptavina hans. Stöðugildi í lok ársins voru 70,7.
Aðalfundur Sparisjóðsins í Keflavík verður haldinn föstudaginn 14. mars n.k. Stjórn sjóðsins leggur til að greiddur verði 7% arður á uppreiknað stofnfé. Auk þess sem nýttar verði heimildir laga um endurmat og viðbótarendurmat þannig að nafnávöxtun stofnfjár verði 10,68%.
Sparisjóðurinn var stofnaður 1907 og byggir á traustum grunni. Sparisjóðurinn rekur fimm afgreiðslur sem starfræktar eru í Keflavík, Njarðvík, Garði, Grindavík og Vogum en höfuðstöðvar Sparisjóðsins eru í Keflavík. Starfssemi Sparisjóðsins er fjölbreytt og hann býður uppá mismunandi vörur og þjónustu sem henta breiðum hópi viðskiptavina hans. Stöðugildi í lok ársins voru 70,7.
Aðalfundur Sparisjóðsins í Keflavík verður haldinn föstudaginn 14. mars n.k. Stjórn sjóðsins leggur til að greiddur verði 7% arður á uppreiknað stofnfé. Auk þess sem nýttar verði heimildir laga um endurmat og viðbótarendurmat þannig að nafnávöxtun stofnfjár verði 10,68%.