Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fimmtudagur 24. ágúst 2000 kl. 10:05

Hagnaður Sparisjóðsins 100 milljónir

Sparisjóðurinn í Keflavík hagnaðist um rúmar 100 milljónir króna fyrir skatta fyrstu sex mánuði ársins 2000, í samanburði við 69 milljóna króna hagnað fyrir skatta á sama tímabili árið 1999. Það gerir 45,2% hagnaðaraukningu. Að teknu tilliti til skatta var hagnaður fyrstu sex mánuði ársins 69,5 milljónir króna í samanburði við 49,2 milljónir króna á sama tíma árið 1999. Hagnaður Sparisjóðsins er því 20,3 milljón króna meiri en á sama tímabili árið 1999 og er það í samræmi við áætlanir Samkvæmt árshlutauppgjöri voru vaxtatekjur alls 760 milljónir króna og jukust um 33,6% í samanburði við sama tímabil árið 1999. Vaxtagjöld hækkuðu á sama tíma um 37,2% og námu alls 497 milljónum króna. Hreinar rekstrartekjur Sparisjóðsins námu 406 milljónum króna en voru 331 milljón á sama tíma árið 1999. Hreinar rekstrartekjur höfðu því aukist um 22,5%. Framlag í afskriftareikning útlána var 42 milljónir króna en var 30 milljónir króna á sama tímabili síðasta árs. Kostnaðarhlutfall lækkaði úr 70,13% í 64,93%. Heildarfjármagn þann 30. júní s.l. var 12,97 milljarðar króna og hafði aukist úr 11,45 milljörðum þann 31. desember 1999. Eigið fé Sparisjóðsins þann 30. júní 2000 nam 1.210 milljónum króna. Arðsemi eiginfjár var 14,48%. Eiginfjárhlutfall samkvæmt CAD-reglum er 11,46% en var 9,41% árið áður. Heildarinnlán í Sparisjóðnum ásamt lántöku námu tæpum 8,9 milljörðum króna og heildarútlán ásamt markaðsskuldabréfum námu tæpum 11 milljörðum króna. Á síðasta fundi stofnfjáraðila Sparisjóðsins í Keflavík var samþykkt að auka stofnfé um 300 milljónir króna og hefur sala þess gengið mjög vel.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024