Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Hagnaður Samkaupa hf. yfir 200 milljónir
Fimmtudagur 25. mars 2004 kl. 12:24

Hagnaður Samkaupa hf. yfir 200 milljónir

Samkaup hf., þriðja stærsta matvörukeðja landsins var rekin með 218 milljóna króna hagnaði á síðasta ári og var það svipaður árangur og árið á undan. Guðjón Stefánsson, framkvæmdastjóri segist ánægður með rekstarárangurinn.
Velta samstæðunnar nam 8,8 milljörðum króna en hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir var 440 milljónir króna.
Samkaup hf. rekur matvöruverslanirnar Samkaup, Úrval, Strax og Sparkaup og lágvöruverðsmarkaðina Nettó og Kaskó.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024