Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Hagnaður HS Veitna 736 milljónir kr.
Föstudagur 17. febrúar 2017 kl. 13:33

Hagnaður HS Veitna 736 milljónir kr.

Rekstur HS Veitna skilaði 736 milljónum króna á síðasta ári en það er örlítið minni hagnaður en var árið á undan en hann hljóðaði upp á 780 milljónir. EBITDA Veitna árið 2016 nam 1.899 milljónum samanborið við 1.896 milljón krónur árið áður. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem kynntur var í dag.

Í tilkynningu frá HS Veitum kemur fram að minnkun hagnaðar um 44 milljónir króna skýrist með hækkun fjármagnsliða upp á 23 milljónir króna og hækkun annars rekstrarkostnaðar um 28 milljónir króna. Tekjur félagsins lækkuðu um 73 milljónir króna vegna minni vatnssölu.

Samkvæmt efnahagsreikningi eru eignir HS Veitna hf. þann 2016 bókfærðar 20.704 milljónir króna. Eignir hækkuðu um 399 milljónir króna frá ársbyrjun. Fjárfestingar í veitukerfum 2016 námu 1.343 milljónir. Eigið fé HS Veitna í lok árs 2016 nam 8.760 milljónum króna.

Veltufjárhlutfall var 2,52 í lok árs 2016 samanborið við 3,49 í árslok 2015. Hluthafar í HS Veitum eru fjórir og þar af áttu þrír yfir 10% hlut í félaginu. Reykjanesbær á 50,10%, HSV Eignarhaldsfélag 34,38% og Hafnarfjarðarbær 15,42%.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024