Hagnaður Bláa lónsins jókst um hálfan milljarð
Bláa lónið hagnaðist um rúmlega tvo milljarða króna á síðasta ári og er það aukning um 513 milljónir á milli ára. Frá þessu er greint á vef Viðskiptablaðsins. Rekstrartekjur Bláa lónsins á síðasta ári voru 54,3 milljónir evra eða um sjö milljarðar króna. Til samanburðar voru rekstrartekjurnar árið 2014 39,8 milljónir evra.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				