Hagnaður Bakkavarar umfram áætlun
Hagnaður af reglulegri starfsemi Bakkavarar Group hf. fyrir skatta nam 64 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2001, samanborið við 39 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra. Reiknaðir skattar félagsins á tímabilinu nema 16 milljónum króna og er hagnaður eftir skatta því 48 milljónir króna, samanborið við 24 milljónir króna á síðasta ári. Segir fyrirtækið að þessi hagnaður sé nokkuð umfram áætlanir sem gerðu ráð fyrir 33 milljóna króna hagnaði á tímabilinu.
Í tilkynningu félagsins segir að rekstrartekjur hafa aukist verulega á milli ára. Þær námu 1.824 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins, en voru 1.119 milljónir á sama tímabili í fyrra. Nemur aukningin 63% á milli ára. Hluta þessarar aukningar má rekja til kaupa félagsins á breska fyrirtækinu Wine & Dine Ltd. í október á síðasta ári en innri vöxtur félagsins var 15% á tímabilinu. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 215 milljónir króna, sem er um 12% af rekstrartekjum. Það er svipað hlutfall og árið áður.
Í tilkynningunni segir, að rekstur Bakkavarar Group hf. hafi gengið mun betur það sem af er árinu en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir. Skýrist það einkum af meiri sölu hjá dótturfélögum Bakkavarar Group en ráð var fyrir gert og auknum samlegðaráhrifum milli dótturfélaganna. Þá hafi áform og áætlanir í tengslum við kaup félagsins Wine & Dine Ltd., í október sl., sem framleiðir ferskar salatsósur, gengið að fullu eftir.
Eigið fé hefur aukist
Eigið fé Bakkavarar Group hf. hefur aukist verulega frá síðustu áramótum. Það kemur að mestu leyti til vegna útgáfu nýs hlutafjár sem boðið var út í mars sl. Hlutafjárútboðið, sem Kaupþing hafði umsjón með, skilaði Bakkavör Group 942 milljónum króna og var eigið fé félagsins þann 30.6. sl. 2.183 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall félagsins hefur því hækkað verulega á þessu ári, er nú 39% en var 24% um síðustu áramót. Heildareignir félagsins voru þann 30. júní sl. 5.575 milljónir króna og höfðu aukist um 285 milljónir króna frá áramótum.
Samkvæmt rekstraráætlun yfirstandandi árs, sem birt var í mars sl. var gert ráð fyrir að velta félagsins yrði 4.322 milljónir króna og að hagnaður eftir skatta yrði 251 milljón króna. Þar var gert ráð fyrir að hreint veltufé frá rekstri yrði 455 milljónir króna og EBITDA yrði 645 milljónir króna. Sem fyrr myndast ávallt langstærsti hluti hagnaðar Bakkavör Group hf. á síðasta ársfjórðungi ársins. Allar fyrirtækisins hafa staðist frá því það var skráð á Verðbréfaþing Íslands.
Rekstur félagsins fer nú fram í sjö þjóðlöndum, Íslandi, Svíþjóð, Bretlandi, Póllandi, Þýskalandi, Frakklandi og Chile og eru starfsmenn félagsins nú 360 talsins.
Enginn söluhagnaður eða sölutap var hjá félaginu á tímabilinu. Breyting hefur verið gerð á reikningsskilum þannig að gengistap á erlendum lánum sem tengjast erlendum eignum er fært yfir eigið fé á móti gengishagnaði vegna þessara erlendu eigna. Gengishagnaður erlendra eigna umfram gengistap er 54,3 milljónir sem kemur til hækkunar eigin fjár.
Í tilkynningu félagsins segir að rekstrartekjur hafa aukist verulega á milli ára. Þær námu 1.824 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins, en voru 1.119 milljónir á sama tímabili í fyrra. Nemur aukningin 63% á milli ára. Hluta þessarar aukningar má rekja til kaupa félagsins á breska fyrirtækinu Wine & Dine Ltd. í október á síðasta ári en innri vöxtur félagsins var 15% á tímabilinu. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 215 milljónir króna, sem er um 12% af rekstrartekjum. Það er svipað hlutfall og árið áður.
Í tilkynningunni segir, að rekstur Bakkavarar Group hf. hafi gengið mun betur það sem af er árinu en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir. Skýrist það einkum af meiri sölu hjá dótturfélögum Bakkavarar Group en ráð var fyrir gert og auknum samlegðaráhrifum milli dótturfélaganna. Þá hafi áform og áætlanir í tengslum við kaup félagsins Wine & Dine Ltd., í október sl., sem framleiðir ferskar salatsósur, gengið að fullu eftir.
Eigið fé hefur aukist
Eigið fé Bakkavarar Group hf. hefur aukist verulega frá síðustu áramótum. Það kemur að mestu leyti til vegna útgáfu nýs hlutafjár sem boðið var út í mars sl. Hlutafjárútboðið, sem Kaupþing hafði umsjón með, skilaði Bakkavör Group 942 milljónum króna og var eigið fé félagsins þann 30.6. sl. 2.183 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall félagsins hefur því hækkað verulega á þessu ári, er nú 39% en var 24% um síðustu áramót. Heildareignir félagsins voru þann 30. júní sl. 5.575 milljónir króna og höfðu aukist um 285 milljónir króna frá áramótum.
Samkvæmt rekstraráætlun yfirstandandi árs, sem birt var í mars sl. var gert ráð fyrir að velta félagsins yrði 4.322 milljónir króna og að hagnaður eftir skatta yrði 251 milljón króna. Þar var gert ráð fyrir að hreint veltufé frá rekstri yrði 455 milljónir króna og EBITDA yrði 645 milljónir króna. Sem fyrr myndast ávallt langstærsti hluti hagnaðar Bakkavör Group hf. á síðasta ársfjórðungi ársins. Allar fyrirtækisins hafa staðist frá því það var skráð á Verðbréfaþing Íslands.
Rekstur félagsins fer nú fram í sjö þjóðlöndum, Íslandi, Svíþjóð, Bretlandi, Póllandi, Þýskalandi, Frakklandi og Chile og eru starfsmenn félagsins nú 360 talsins.
Enginn söluhagnaður eða sölutap var hjá félaginu á tímabilinu. Breyting hefur verið gerð á reikningsskilum þannig að gengistap á erlendum lánum sem tengjast erlendum eignum er fært yfir eigið fé á móti gengishagnaði vegna þessara erlendu eigna. Gengishagnaður erlendra eigna umfram gengistap er 54,3 milljónir sem kemur til hækkunar eigin fjár.