Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Hagkaup opnar sérvöruverslun á Fitjum í vor
Þriðjudagur 5. desember 2006 kl. 16:41

Hagkaup opnar sérvöruverslun á Fitjum í vor

Hagkaup hafa ákveðið að opna nýja tegund verslana í Reykjanesbæ og Borgarnesi.  Verslanirnar munu bjóða uppá sérvörur Hagkaupa ásamt úrvali snyrtivara.  Hagkaup munu leitast við að bjóða gott úrval bæði í fatnaði sem og í leikföngum, heimilisvöru, skemmti og afþreyingarefni. 

 

Með tilkomu Hagkaupa mun framboð sérvöru á þessum markaðssvæðum aukast til muna.  Íbúar á Vesturlandi og í Reykjanesbæ munu því geta  notið þess vöruúrvals sem Hagkaup bjóða uppá á góðu verði til hagsbóta fyrir íbúa þessa landsvæða.

 

Framkvæmdir eru hafnar og er stefnt á að verslanirnar muni opna í byrjun vors.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024