Hagkaup opna verslun í Reykjanesbæ
Hagkaup opnaði í dag nýja verslun við Fitjar, í nýrri rúmlega eitt þúsund fermetra byggingu við hlið Bónus. Segja má að Hagkaup sem komið á heimaslóðir í Reykjanesbæ því fyrirtækið rak verslun um árabil á Fitjum, í því húsnæði sem nú hýsir Bónus.
Hagkaupsverslunin nýja er sérhæfð sérvöruverslun þar sem viðskiptavinir geta gengið að því breiða vöruúrvali sem Hagkaup hefur byggt sína sérstöðu á. Þar verður m.a. að finna mikið úrval fatnaðar, snyrtivöru, raftækja og gjafavöru.
„Það hugsa sér margir gott til glóðarinnar að geta gengið að Hagkaupsverslun í heimabyggð. Margir hafa saknað Hagkaupa og eru nú ánægðir með að við skulum hafa opnað hér verslun að nýju. Við starfsfólkið ætlum að leggja okkur öll fram um að veita afbragðs þjónustu þannig að verslunin okkar verði sjálfsagður áfangastaður fyrir Reyknesinga í verslunarhug," segir Vilborg Einarsdóttir, verslunarstjóri.
Verslunin er í 1.050 fermetra . Við hönnun og uppsetningu verslunarinnar var lögð áhersla á að skapa einfalt, þægilegt og afslappað umhverfi fyrir viðskiptavini og starfsfólk. Verslunin er opin alla daga vikunnar og er hægt að nálgast upplýsingar um opnunartíma á vef Hagkaupa, www.hagkaup.is.
Myndir: Frá nýrri verslun Hagkaupa við Fitjar.
Hagkaupsverslunin nýja er sérhæfð sérvöruverslun þar sem viðskiptavinir geta gengið að því breiða vöruúrvali sem Hagkaup hefur byggt sína sérstöðu á. Þar verður m.a. að finna mikið úrval fatnaðar, snyrtivöru, raftækja og gjafavöru.
„Það hugsa sér margir gott til glóðarinnar að geta gengið að Hagkaupsverslun í heimabyggð. Margir hafa saknað Hagkaupa og eru nú ánægðir með að við skulum hafa opnað hér verslun að nýju. Við starfsfólkið ætlum að leggja okkur öll fram um að veita afbragðs þjónustu þannig að verslunin okkar verði sjálfsagður áfangastaður fyrir Reyknesinga í verslunarhug," segir Vilborg Einarsdóttir, verslunarstjóri.
Verslunin er í 1.050 fermetra . Við hönnun og uppsetningu verslunarinnar var lögð áhersla á að skapa einfalt, þægilegt og afslappað umhverfi fyrir viðskiptavini og starfsfólk. Verslunin er opin alla daga vikunnar og er hægt að nálgast upplýsingar um opnunartíma á vef Hagkaupa, www.hagkaup.is.
Myndir: Frá nýrri verslun Hagkaupa við Fitjar.