HAFIÐ ENGIN SORPHAUGUR!
- segir Tómas J. Knútsson sportkafariBlái herinn er flokkur kafara við Sportköfunarskóla Íslands sem hefur sagt rusli og drasli í höfnum Suðurnesja stríð á hendur. Í samstarfi við Hafnasamlag Suðurnesja og Hollustuvernd ríkisins hefur Tómas J. Knútsson köfunarkennari fengið sína menn til hreinunarátaks þar sem allar hafnir innan Hafnasamlags Suðurnesja verða hreinsaðar neðansjávar.„Ruslið og draslið er ótrúlegt og neðansjávar kennir ýmissra grasa,“ sagði Tómas í samtali við Víkurfréttir. Hreinsunarátakið var kynnt fjölmiðlum á blaðamannafundi sl. laugardag og þá var átakið formelga hafið við Gerðahöfn. Þar var heinsað upp rusl sem fyllti heilan ruslagám af stærstu gerð. Ruslið verður flokkað og skráð og gefin út skýrsla í lok sumars um átak Bláa hersins.