Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fimmtudagur 15. nóvember 2001 kl. 09:41

Hafðu það huggulegt í hádeginu

Ýmsar breytingar hafa staðið yfir að undanförnu á Café Iðnó. Eigendur Hótel Keflavíkur reka staðinn sjálfir í eiginn nafni og hafa undanfarnar vikur verið að þróa framtíðar áherslur . Búið er að gera nýjan matseðil en réttirnir í honum eru í senn einfaldir, girnilegir og kosta ekki mikið.

Á matseðlinum má m.a. finna steikur að hætti hússins, heilsurétti, margs konar smárétti og forrétti sem gott er að narta í með öli eða léttu víni. Flatbökur hússins og pastaréttir, vorrúllur og samlokur standa svo sannarlega fyrir sínu að ógleymdum spennandi eftirréttum og tertum sem engan svíkja. Brauðin eru öll bökuð á staðnum og súpan stendur heit og ilmandi í einu horni salarins.
Jóna Margrét Hermannsdóttir annast daglega umsjón fyrir Steinþór Jónsson, hótelstjóra. Aðrir starfsmenn eru þrír, allir vanir þjónar enda er þjónustan góð, staðurinn er snyrtilegur og á hverju borði eru lifandi rósir og kertaljós. Mjög huggulegt er að stinga sér þar inn í hádeginu og fá sér létta rétti eða síðdegis með vinunum og spjalla yfir bragðimiklu kaffi og sætum tertum. Á kvöldin er gaman að bjóða elskunni sinni út og fá sér nautasteik og rauðvínsglas. Kíkið á Kaffi Iðnó og njótið dagsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024