Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Hafa tekið frá tvær lóðir í Helguvík
Miðvikudagur 2. apríl 2003 kl. 16:58

Hafa tekið frá tvær lóðir í Helguvík

Bandaríska fyrirtækið International Pipe and Tube (IPT) hefur tekið frá tvær lóðir í Helguvík til viðbótar við þá lóð þar sem Stálpípuverksmiðjan verður reist. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta eru lóðirnar til samans um tíu hektarar að stærð og hefur fyrirtækið tekið þær frá til næstu þriggja ára. Heimildir Víkurfrétta herma að uppi séu hugmyndir að byggð verði stálbræðsluverksmiðja á þessum lóðum og er þá gert ráð fyrir að stál verði flutt inn í kubbum og brætt fyrir Stálpípuverksmiðjuna. Ekki verður tekin ákvörðun um byggingu stálbræðsluverksmiðju fyrr en bygging stálpípuverksmiðjunnar er hafin. Ítarlega er fjallað um málið í Víkurfréttum sem koma út í fyrramálið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024