SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Viðskipti

Hætta sáttir eftir fjörutíu ár
Sverrir með þeim Birni og Þórði fyrir framan hjólabarðaþjónustuna við Básveg í Keflavík.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 29. apríl 2022 kl. 07:34

Hætta sáttir eftir fjörutíu ár

Sverrir Gunnarsson í Nýsprautun tekur við rekstri hjólbarðaþjónustu Björns og Þórðar í Keflavík.

 „Við erum sáttir. Þetta er orðið fínt eftir fjörutíu ár en líka búið að vera skemmtilegt,“ sögðu þeir Björn og Þórður en þeir félagar fagna fjörutíu árum í rekstri hjólbarðaverkstæðis og smurstöðvar með því að segja þetta gott. Eru búnir að selja húsnæðið og reksturinn. 

Þeir Björn Marteinssson og Þórður Ingimarsson hafa selt Sverri Gunnarssyni í Nýsprautun reksturinn en hann er enginn nýgræðingur í flestum sem kemur að bílum. „Það er gaman að taka við að þeim félögum sem hafa verið lengst í hjólbarða- og smurþjónustu á Suðurnesjum. Þeir seldu að vísu smurþjónustuna fyrir nokkru síðan en nú var kominn tími á að hætta í hinu líka. Þeir hófu rekstur á smurstöðinni í Olís húsinu hinum megin við veginn 1. maí 1982. Í viðtali við Víkurfréttir fyrir fimm árum voru þeir farnir að huga að því að leggjast í helgan stein en það hefur tekið fimm ár. Þeir sögðu reyndar þá að þeir væru alveg til í að vera tuttugu árum yngri því reksturinn væri í góðum málum en væru þó til í að hleypa öðrum að. 

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Sverrir tekur við rekstrinum og opnar daginn eftir hátíðisdag verkalýðsins mánudaginn 2. maí. „Við höfum verið að bæta við okkur í bílaþjónustu á síðustu árum þannig að þetta passar vel inn í þá þróun,“ segir Sverrir sem tók við bílaumboði Heklu fyrir nokkrum árum og er staðsett á Fitjum í Njarðvík. Þar hefur Sverrir rekið Nýsprautun í langan tíma. Nú taka hann og hans menn við þjónustunni í Básnum í Keflavík þar sem líklega hundruð þúsundir hjólbarða hafa rúllað um gólf og bíla.  

Björn var að skipta yfir á sumardekkin hjá Magnúsi Haraldssyni, einum af mörgum dyggum viðskiptavinum þeirra félaga.

Fjörutíu ára gömul mynd af Birni og Þórði taka við af þeim Ingvari og Guðna á smurstöðinni 1. maí 1982.