Guðmundur fékk verðlaun fyrir bestu hönnun á fyrirtækjavef
Guðmundur B. Sigurðsson hönnuður og einn eigenda vefstofunnar Kosmos & Kaos í Reykjanesbæ, vann verðlaun fyrir bestu hönnun á fyrirtækjavef fyrir hönnun á vefnum www.on.is en FÍT, félag íslenskra teiknara veitti nýlega verðlaun fyrir þau verk sem þóttu skara fram úr á síðasta ári.
Umsögn dómnefndar:
„Flott vefsíða. Frumleg og fallega einföld grafík. Góður strúktúr sem miðlar miklu magni af upplýsingum á skilvirkan og skemmtilegan hátt. Skemmtilegir íkonar á leitarstiku birtast á óvenjulegan hátt. Framsetning á efni er vel úthugsuð. Fínir eiginleikar gegnum allar undirsíður. Þótti það mikill kostur hversu vel heimasíðan virkar í farsíma.
„Það má því með sanni segja að fá verðlaun eða viðurkenningu á þessari verðlaunahátið sé mikil viðurkenning frá jafningjum sínum sem gerir þetta enn verðmætara. Það er ekki alltaf sem maður (eða eitthvað sem maður teiknaði) sé valið sætasta stelpan á ballinu af öllum hinum sætu stelpunum.“ sagði Guðmundur á vefnum www.on.is.