Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Guðbjörg Glóð hlaut hvatningarverðlaun
Fimmtudagur 25. janúar 2007 kl. 16:02

Guðbjörg Glóð hlaut hvatningarverðlaun

Suðurnesjakonan Guðbjörg Glóð Logadóttir, stofnandi og einn eigenda Fylgifiska, hlaut Hvatningarverðlaun Félags kvenna í atvinnurekstri sem afhent voru í vikunni.

Fylgifiskar er sérverslun með sjávarafurðir, stofnuð árið 2002 af Guðbjörgu Glóð og fjölskyldu. Fylgifiskar fagna því fimm ára afmæli á þessu ári.

Guðbjörg er, auk þess að vera einn eigenda, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Fylgifiskar eru sannkallað fjölskyldufyrirtæki; Guðbjörg er stærsti eigandinn en auk hennar eiga bróðir hennar, Gunnar Logason, og faðir, Logi Þormóðsson, hlut í Fylgifiskum. Hjá fyrirtækinu starfa tólf manns.
Í Fylgifiskum er hægt að fá heitan mat í hádeginu, en stærstur hluti sölunnar er þó á hálftilbúnum fiskréttum, sem fólk tekur með sér heim og eldar.
Mynd: Guðbjörg Glóð Logadóttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024