Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fimmtudagur 18. mars 1999 kl. 20:48

GRINDAVÍKURHÖFN ENDURBÆTT FYRIR 662 MILLJÓNIR

Gengið hefur verið til samninga við fyrirtækið Skanska Dredging um að dýpka Grindavíkurhöfn á 500m x 70m (lengd-breidd) rennu niður á 9,5 metra á þessu ári. Um er að ræða svæðið frá Innri-snúning út í gegn um Sundboðann, svæði sem er fyrir opnu hafi og undirlagt klöppum og því talið erfitt viðureignar. Þá verða byggðir skjólgarðar beggja megin innsiglingarinnar á árunum 2001 og 2002 og áætlað að í þá fari 180.000 fm3 af grjóti.Samningar um dýpkunina verða undirritaðir í kvöld.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024