Grillhornið tekur til starfa
Ingigerður Guðmundsdóttir rak áður mötuneytið í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í rúmlega15 ár en nú hefur hún söðlað um og opnað nýjan veitingastað sem býður upp á mikið úrval að fljótlegum mat. Ingigerður lét gamlan draum sinn rætast eftir að rekstur mötuneytisins svo boðinn út og tilboði Axels í Skólamat tekið en hana hafði alltaf langað til að opna veitingastað. Nefnist nýji staðurinn Grillhornið og opnaði í gær.
Þegar blaðamaður Víkurfrétta leit við í hádeginu og keypti sér pítu þá var staðurinn fullur af svöngum nemendum úr skólanum sem gæddu sér á ýmsu góðgæti en á boðstólnum eru m.a.: hamborgarar, pastasalöt, tortilla, panini, laukhringir, beyglur og pítur en sú sem blaðamaður gædi sér á bragðaðist prýðilega.
Grillhornið er staðsett á horni Hringbrautar og Faxabrautar.
Myndir/EJS: Krakkarnir hreinlega sporðrenndu frönskunum en nóg var um að vera í hádeginu.