Greiða upp öll bankalán og alla útistandandi reikninga
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir sölu skuldabréfs Magma til ORK vera stóran áfanga fyrir Reykjanesbæ og muni bæta fjárhagsstöðu bæjarins verulega. Bærinn greiðir m.a. upp öll erlend lán sín og allar skammtímaskuldir.
„Með aðgerðum okkar á þessu ári erum við að lækka skuldir 8 milljarða kr. sem þýðir að eiginfjárhlutfall bæjarsjóðs verður um 35%. Eignir bæjarins nema áfram um 30 milljörðum kr. en skuldir eru um 19 milljarðar, mest skuldbindingar vegna lífeyris og leiguskuldbindinga. Við
náum að greiða upp öll bankalán bæjarsjóðs og alla útistandandi reikninga,“ segir Árni Sigfússon við Víkurfréttir.