Gott úrval hjá Keflvíkingum
Knattspyrnudeild Keflavíkur verður með flugeldasölu í ár eins og undanfarin 25 ár. Að þessu sinni fer salan fram í gamla K-húsinu að Hringbraut 108 en síðast var salan þar fyrir tíu árum síðan. Ólafur Bjarnason hjá knattspyrnudeild Keflavíkur sagði í samtali við vf.is að Keflvíkingar væru að öllum líkindum með hagstæðasta verðið þetta árið og bjóða þeir upp á mikið úrval að sprengjum af öllum stærðum og gerðum. Enn á svo eftir að bætast við segir Ólafur.
Flugeldasalan verður opin frá og með deginum í dag og 29. og 30. desember frá kl. 10:00 til 22:00 og á gamlársdag frá kl. 10:00 til 16:00.