Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Góður gangur í Svartsengi
Orkuverið í Svartsengi. Mynd/RAX
Föstudagur 11. október 2024 kl. 06:19

Góður gangur í Svartsengi

Stækkun og endurbætur orkuvers HS Orku á áætlun

Framkvæmdir við stækkun og endurbætur á jarðvarmaverinu í Svartsengi eru nánast á áætlun þrátt fyrir umtalsverðar tafir í ljósi sex eldgosa á Reykjanesi á tæpu ári. Fyrsta skóflustungan var tekin í desember 2022 og áætlanir gera ráð fyrir gangsetningu í ársbyrjun 2026.

Með stækkuninni eykst framleiðslugeta orkuversins en aukningin felst fyrst og fremst í því að nýta auðlindina betur þar sem ekki verða boraðar nýjar jarðhitaholur í tengslum við stækkunina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Framkvæmdirnar miða ekki síður að því að endurnýja eldri búnað en orkuverið var byggt upp í sex áföngum á þrjátíu árum og var fyrsti hlutinn tekinn í notkun árið 1976. Framkvæmdirnar nú eru því sjöundi áfanginn í uppbyggingu versins. Tvö eldri orkuver verða tekin úr notkun þegar hið nýja kemst í gagnið auk þess sem vonir standa til þess að endurbæturnar leiði af sér lægri viðhaldskostnað til framtíðar.

Jarðvarmaverið í Svartsengi er fyrsta blandaða jarðvarmavirkjunin á Íslandi en þar er framleidd raforka, heitt vatn og kalt vatn auk þess sem fleiri auðlindastraumar eru nýttir frá verinu í Auðlindagarði HS Orku segir í tilkynningu frá félaginu.