Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Góðar framtíðarhorfur Reykjaneshafnar
Þriðjudagur 20. apríl 2010 kl. 17:54

Góðar framtíðarhorfur Reykjaneshafnar

Þrátt fyrir erfiðan rekstur Reykjaneshafnar árið 2009 og skuldir sem nema um 5 milljörðum króna, mun eignastaða Reykjaneshafnar styrkjast fljótt, að sögn Péturs Jóhannssonar hafnarstjóra.

Það byggir á því að virði lóðargjalda á óúthlutuðum lóðum í Helguvík, samkvæmt gjaldskrá, er um 4 milljarðar kr. Þá er áætlað að tekjur eftir fimm ár vegna hafnargjalda, lóðarleigu og fasteignaskatta í Helguvík nemi um 500 milljónum kr. á hverju ári. Áður var talið að aðeins hafnargjöld myndu greiða skuldir upp á 17 árum, en ef framangreint gengur eftir munu skuldirnar verða greiddar upp mun hraðar.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024