Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Góð opnunartilboð í endurbættri Nettó-verslun í Grindavík
Föstudagur 11. mars 2011 kl. 12:32

Góð opnunartilboð í endurbættri Nettó-verslun í Grindavík

Endurbætt og stækkuð verslun Nettó í Grindavík var opnuð í morgun eftir að hafa verið lokuð í tvo daga. Frá áramótum hafa staðið yfir miklar framkvæmdir en búið er að stækka verslunina sem um munar og auka vöruúrval en óhætt er að segja að hún hafi gengið í gegnum miklar breytingar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindvíkingar fjölmenntu í búðina í morgun en mörg góð opnunartilboð eru í gangi í verslunni í tilefni dagsins. Óhætt er að segja að vel hafi tekist til með breytingarnar og lýstu viðskiptavinir ánægju sinni með stærri og betri verslun.

Það er ekki bara verslunarrýmið sem er endurbætt því öll aðstaða á lager hefur einnig verið bætt en njá Nettó í Grindavík er mikil þjónusta við útgerðina og þar er kostur afgreiddur daglega í fjölda skipa og báta.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við opnun verslunarinnar í morgun.


Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson