Góð jólaverslun í Reykjanesbæ - myndir
Tók vel við sér á lokasprettinum eftir rólega byrjun.
Jólaverslun var víða góð í Reykjanesbæ. Hún byrjaði þó frekar seint en skilaði sér mjög vel síðustu vikuna fyrir jól.
Hljóðið í flestum verslunareigendum sem VF ræddi við var gott, bæði hjá þeim sem reka verslanir í miðbæ Keflavíkur eða hjá verslunarkeðjunni Samkaupum.
Stemmningin var góð á Þorláksmessu við Hafnargötuna í Keflavík en jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar lék jólalög og jólasveinar gáfu nammipoka í boði „Jóladaga á Suðurnesjum“ og Betri bæjar. Þá var Skyrgámur á ferðinni og hann vakti mikla athygli í miðbænum á Þorláksmesu enda í miklu uppáhaldi hjá mörgum.

Ys og þys í Skóbúðinni.

Viðskiptavinir inni í Ormsson.

Fjör í Krummaskuði.

Þorláksmessustemmning í Kóda.

Það var líf og fjör hjá Fjólu gullsmið.

Jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og „Jóladaga á Suðurnesjum“.

Stelpur og strákar í jólastuði á Þorláksmessu.

Jólasveinarnir gáfu nammipoka og settu skemmtilegan svip á fjörið á Hafnargötunni.







