Gluggi Blue Lagoon verslunarinnar er fallegasti jólaglugginn
Blue Lagoon verslunin að Laugavegi 15 í Reykjavík hlaut viðurkenningu Þróunarfélags miðborgarinnar fyrir fallegasta jólagluggann í ár. Einar Örn Stefánsson, framkvæmdastjóri félagsins, afhenti Önnu G. Sverrisdóttur, framkvæmdastjóra Bláa Lónsins hf, viðurkenninguna fimmtudaginn 14. desember.
Einar Örn sagði við þetta tækifæri að einfalt og stílhreint útlit jólagluggans hefði vakið athygli dómnefndarinnar. “Glugginn er gott dæmi um einfalda og fallega hönnun og það er okkur ánægjuefni að veita Blue Lagoon versluninni viðurkenninguna í ár.”
Anna sagði viðurkenninguna vera mjög ánægjulega fyrir starfsfólk fyrirtækisins. “Verslunin hefur hlotið mjög góðar viðtökur frá því hún opnaði hér að Laugavegi 15 sl. Sumar og það er sérstaklega ánægjulegt fyrir okkur að hljóta þessa viðurkenningu þróunarfélags miðborgarinnar. Skreyting gluggans var í höndum Suðurnesjamannsins Ómars Ellertssonar.
Einar Örn sagði við þetta tækifæri að einfalt og stílhreint útlit jólagluggans hefði vakið athygli dómnefndarinnar. “Glugginn er gott dæmi um einfalda og fallega hönnun og það er okkur ánægjuefni að veita Blue Lagoon versluninni viðurkenninguna í ár.”
Anna sagði viðurkenninguna vera mjög ánægjulega fyrir starfsfólk fyrirtækisins. “Verslunin hefur hlotið mjög góðar viðtökur frá því hún opnaði hér að Laugavegi 15 sl. Sumar og það er sérstaklega ánægjulegt fyrir okkur að hljóta þessa viðurkenningu þróunarfélags miðborgarinnar. Skreyting gluggans var í höndum Suðurnesjamannsins Ómars Ellertssonar.