Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Gjöfulasta ár SpKef frá upphafi gert upp á aðalfundi
Föstudagur 10. mars 2006 kl. 12:18

Gjöfulasta ár SpKef frá upphafi gert upp á aðalfundi

Fjölmennur aðalfundur Sparisjóðsins í Keflavík var haldinn í Stapa í gær. Þar var farið yfir árið hjá sparisjóðnum sem var það gjöfulasta í sögu Sparisjóðsins, en hagnaður var 1.392,6 milljónir króna fyrir skatta og 1.150,2 milljónir að teknu tilliti til reiknaðs tekjuskatts.

Til samanburðar voru tölurnar árið 2004 508,9 milljónir og 408,6 milljónir.

Þorsteinn Erlingsson, stjórnarformaður, og Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri, fóru yfir rekstur og starfsemi ársins og helstu tölur í þeim efnum. Meðal þess sem fram kom í þeirra máli var að áætlanir eru uppi um að opna afgreiðslu í Innri Njarðvík þegar fram líða stundir. Eins er gert ráð fyrir að þjónusta í Vogum verði bætt verulega og jafnvel flutt í rýmra húsnæði.

Nokkur tímamót eru um þessar mundir í sögu SpKef því nú er sparisjóðurinn kominn með útibú í öllum bæjum á Suðurnesjum og hafa þannig lokað hringnum eins og Geirmundur orðaði það. Þrátt fyrir að þegar séu tveir aðrir viðskiptabankar á svæðinu og sá þriðji á leiðinni segjast sparisjóðsmenn ekki óttast samkeppnina. Þeir séu þvert á móti að hugsa um frekari landvinninga utan svæðis, en þær þreifingar eru enn á hugmyndastigi.

Geirmundi var einnig tíðrætt um sérstöðu sparisjóðanna sem hafa enn eitt árið komið vel út úr ánægjuvoginni, en lagði hann áherslu á að standa yrði vörð um ímynd sparisjóðsins og það væri m.a. gert með öflugu samfélagsstarfi með því að styrkja og treysta menningarslegar og félagslegar stoðir samfélagsins.

VF-mynd/Þorgils
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024