Gjafasettin vinsæl
Georg V. Hannah, skartgripaverslunin á Hafnargötu 49, býður uppá mikið úrval af jólagjöfum. Gjafasettin eru vinsæl í jólapakkann og innihalda skart bæði handa körlum og konum.
Í herrapakkann má finna hálsmen, armbönd og gjafasett með ermahnöppum og bindisnælu. Handa konunni eru silfurgjafasettin með eyrnalokkum og hálsmeni vinsæl ásamt hringum, armböndum og hálsmenum. Einnig eru úr tilvalin jólagjöf handa báðum kynjum.
Eggert Hannah, sonur Georgs og Eyglóar, eigenda verslunarinnar er gullsmiður og starfar hjá foreldrum sínum. Eggert er einn fremsti gullsmiður landsins og má sjá fallega hönnun á hringjum og hálsmenum eftir hann í búðinni. Það væri ekki amarlegt að gefa makanum handsmíðað skart úr Reykjanesbæ í jólagjöf.
VF-Myndir/siggijóns